Sitjum og bíðum

from by Múgsefjun

supported by
/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

      $1 USD

     

lyrics

Ég veit ekki hvert þorstinn
leiðir okkur í nótt.
Það þurfti alla vega fimm símtöl
og þrjár erindisleysur
áður en við gátum fylli okkar sótt.

Við bíðum í bílnum
og rúnturinn gengur bara í hringi.
Stúlkan í lúgunni
var sæt svo ég trúði henni
fyrir lagi þótt hún syngi ekki með.

Bæjarbjarminn nær ekki að lýsa upp á fjall.
Við drögum andann dýpra inn
og sá sem getur haldið honum lengur inni
vinnur veðmál upp á tvöþúsundkall.

Í útvarpinu er eitthvað lag
sem ég kann ekki að festa á blað
en við sungum það til enda og betur
þrátt fyrir það.

Ég pára með lyklinum
í hrímið á glugganum
mynd af þér með typpi út úr enninu
og einhver spyr mig
hvernig nennirðu
að sitja og bíða, sitja og bíða,
inni í bílnum, inni í bílnum?

Sitjum og bíðum, sitjum og bíðum
inni í bílnum, inni í bílnum.

Tíminn virðist alveg vera steinrunninn
þegar við seytlum niður Laugaveginn.

Í útvarpinu hljómar lag
í takt við rúðuþurrkurnar
á meðan rokið spangólar
á spreytanaðar skvísurnar
sem skakklappast á háum hælum
vonstola heim.

Enn ein nóttin sem kveður án kossa
og sekkur sarpinn í.
Þau hurfu þangað árin mörg,
sum til heilla, önnur verri, eðlilega,
en við veltum okkur ekki upp úr því.

Röðin lengist
þó ævin styttist.
Í frjálsu falli færist jörðin sífellt nær.

Tíminn sem þú eyddir
tæmdi allan sjóðinn.
Er koma skuldadagar
er það sama sagan.

Færð ekki meira. Færð ekki meira
út á reikning, litla barfluga.

Færð ekki meira. Færð ekki meira
út á reikning, litla barfluga.

Tíminn virðist alveg vera steinrunninn
þegar við seytlum niður Laugaveginn.

credits

from Múgsefjun, released June 1, 2012
Song and lyrics: Hjalti Þorkelsson

tags

license

all rights reserved

about

Múgsefjun Reykjavík, Iceland

"The pace slows and musical horizons are expanded with the arrival of Múgsefjun. Their inverted alt-rock with an accordion twist is truly enchanting. Each chorus is an eruption of emotion, little pockets of brilliance evidenced by their counter-intuitive playing and a willingness to merge styles with impunity." -Francis Jones, BBC ... more

contact / help

Contact Múgsefjun

Streaming and
Download help