Lafði Lukka

from by Múgsefjun

/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

      $1 USD

     

lyrics

Læðumst eitthvert út.
Í skjóli myrkurs við
hunsum brottkastið.
Felum örlög okkar flöskustút.
Eins og hann, höfuð mitt snýst
en ég veit það fyrir víst
að ást býr ekki í breyskum hjörtum.

Svefninn langi var
ágætur um stund
eftir sætan næturfund
en ég vaknaði og vissi ekki hvar
ég var staddur í þetta sinn
að hefja á ný lífróðurinn
og samviskan er níðingur.

En við getum unnið bug á því.
Ljúfsár draumur hverfur bak við ský
og fæst ei ráðinn fyrr en sólin sest á ný.

Lafði Lukka leiddu mig
yfir þetta svað.
Ég myndi gera nánast hvað
sem er ef ég nú fengi að eiga þig.
Svo stíg nú, sól, af himnasess
svo daglegt líf geti sagt bless.

Í paradís er flaskan tóm
og glasið fullt.
Þar heyri ég engan enduróm
og mitt gamla flón
var horfið burt.
En þó að grasið grænna vaxi þeim megin
er arfafullur bletturinn þinn ósleginn
og undan vaxa blóm.

Svefninn langi var
ótímabært hjal
sem ég að enda gleyma skal
þó ætíð man ég djásnið sem hún bar.
Sólskrýdd kórónan var sest
og þá ég unni henni mest
því ástin býr í björtum hjörtum
sem brenna út fyrir rest.

credits

from Múgsefjun, released June 1, 2012
Song and lyrics: Hjalti Þorkelsson

tags

license

all rights reserved

about

Múgsefjun Reykjavík, Iceland

"The pace slows and musical horizons are expanded with the arrival of Múgsefjun. Their inverted alt-rock with an accordion twist is truly enchanting. Each chorus is an eruption of emotion, little pockets of brilliance evidenced by their counter-intuitive playing and a willingness to merge styles with impunity." -Francis Jones, BBC ... more

contact / help

Contact Múgsefjun

Streaming and
Download help