We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Ferk​ö​ntuð s​ó​lin

from M​ú​gsefjun by Múgsefjun

/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      $1 USD

     

lyrics

Þau kortleggja þig,
sérhvert hnit,
og setja upp í linurit
svo við skiljum
hvað við virkilega viljum.

Við æfum svo stíft,
ógagnrýnt,
það sem okkur
er kennt og sýnt.
Þvílík pína
þessi sæluhrollavíma.

Það fæðist í skugga
en lambið veit
að það er statt í skjóllausri beit
þar sem það bíður
þar til súpan upp úr sýður.

Svo pakkað í plast fyrir lýð
sem örbylgjar sína þjóðhátíð.
Hann er svo gljáfægður,
vélstæður og sjálfstæður í dag.

Færibandið sem að frambar okkur
festi sig í sessi fyrir óratíð
en við höldum
að við heyrum
sannleika í þeirri hugarsmíð.

Við fleytum kerlingar sem gára ekki
en pírum augun er við horfum upp á
ferkantaða sólina
á meðan næðingurinn bítur okkur í.

Og hrollurinn sem fylgir því,
hann kastar öllu fyrir bí.
Það getur enginn okkur meitt
ef við rennum saman í eitt.

Hvað annað er títt?
Ef menn standa ekki uppgerða plikt
og borga sitt
er bolmagnið strax slegið af.

Í litlu húsi við lítinn vog er lítil týra
og skrattinn er að fýra
í gljáfægðum kroppafitukamínuofni.

Færibandið sem að frambar okkur
festi sig í sessi fyrir óratíð
en við höldum
að við heyrum
sannleika í þeirri hugarsmíð.

Við fleytum kerlingar sem gára ekki
og pírum augun er við horfum upp á
ferkantaða sólina
á meðan næðingurinn bítur okkur í.

Og hrollurinn sem fylgir því,
hann kastar öllu fyrir bí.
Það getur enginn okkur breytt
úr almennum
vélmönnum
ef við rennum
saman í eitt.

credits

from M​ú​gsefjun, released June 1, 2012
Song: Björn Heiðar Jónsson/Hjalti Þorkelsson
Lyrics: Hjalti Þorkelsson/Guðni Gunnarsson

license

all rights reserved

tags

about

Múgsefjun Reykjavík, Iceland

"The pace slows and musical horizons are expanded with the arrival of Múgsefjun. Their inverted alt-rock with an accordion twist is truly enchanting. Each chorus is an eruption of emotion, little pockets of brilliance evidenced by their counter-intuitive playing and a willingness to merge styles with impunity." -Francis Jones, BBC ... more

contact / help

Contact Múgsefjun

Streaming and
Download help

Report this track or account

If you like Múgsefjun, you may also like: