Ferköntuð sólin

from by Múgsefjun

/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

      $1 USD

     

lyrics

Þau kortleggja þig,
sérhvert hnit,
og setja upp í linurit
svo við skiljum
hvað við virkilega viljum.

Við æfum svo stíft,
ógagnrýnt,
það sem okkur
er kennt og sýnt.
Þvílík pína
þessi sæluhrollavíma.

Það fæðist í skugga
en lambið veit
að það er statt í skjóllausri beit
þar sem það bíður
þar til súpan upp úr sýður.

Svo pakkað í plast fyrir lýð
sem örbylgjar sína þjóðhátíð.
Hann er svo gljáfægður,
vélstæður og sjálfstæður í dag.

Færibandið sem að frambar okkur
festi sig í sessi fyrir óratíð
en við höldum
að við heyrum
sannleika í þeirri hugarsmíð.

Við fleytum kerlingar sem gára ekki
en pírum augun er við horfum upp á
ferkantaða sólina
á meðan næðingurinn bítur okkur í.

Og hrollurinn sem fylgir því,
hann kastar öllu fyrir bí.
Það getur enginn okkur meitt
ef við rennum saman í eitt.

Hvað annað er títt?
Ef menn standa ekki uppgerða plikt
og borga sitt
er bolmagnið strax slegið af.

Í litlu húsi við lítinn vog er lítil týra
og skrattinn er að fýra
í gljáfægðum kroppafitukamínuofni.

Færibandið sem að frambar okkur
festi sig í sessi fyrir óratíð
en við höldum
að við heyrum
sannleika í þeirri hugarsmíð.

Við fleytum kerlingar sem gára ekki
og pírum augun er við horfum upp á
ferkantaða sólina
á meðan næðingurinn bítur okkur í.

Og hrollurinn sem fylgir því,
hann kastar öllu fyrir bí.
Það getur enginn okkur breytt
úr almennum
vélmönnum
ef við rennum
saman í eitt.

credits

from Múgsefjun, released June 1, 2012
Song: Björn Heiðar Jónsson/Hjalti Þorkelsson
Lyrics: Hjalti Þorkelsson/Guðni Gunnarsson

tags

license

all rights reserved

about

Múgsefjun Reykjavík, Iceland

"The pace slows and musical horizons are expanded with the arrival of Múgsefjun. Their inverted alt-rock with an accordion twist is truly enchanting. Each chorus is an eruption of emotion, little pockets of brilliance evidenced by their counter-intuitive playing and a willingness to merge styles with impunity." -Francis Jones, BBC ... more

contact / help

Contact Múgsefjun

Streaming and
Download help