Fékkst ekki nóg

from by Múgsefjun

/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

      $1 USD

     

lyrics

Með höfuðið fast uppi í himninum
hugðist þú sigrast á heiminum
en dagarnir liðu svo fljótt.

Með fæturna djúpt ofan í forinni
freistar þess að klifra upp úr holunni
en dagarnir líða svo fljótt.

En þú fékkst ekki nóg.
Þú fékkst ekki nóg af því.

Þó hugurinn ferðist hraðar en líkaminn
á hann til að hefta svo framganginn
og dagarnir líða svo fljótt.

Svo reyndu eitt sinn enn
að feta þína braut án þess að hugsa um of
um allt það sem að gæti
farið hjá þér úrskeiðis á leiðinni
því dagarnir líða svo fljótt.

En þú færð aldrei nóg.
Þú færð aldrei nóg af því.

Sérhvert misfarna skref
er samt sem áður hluti af vegferð þinni að lendingu.
Taktu þau með, reyndu að gangast við þeim óhikað
og stíga svo áfram þína leið
en ekki treysta um of á lukkuna og hendingu.
Þó fætur þínir festi skít
þá þýðir ekki að þá þurfi að þvo.

Ef þú gengst við því
og trúir heitt á sannleikann,
þungur sem blý,
sekkur þú í tómleikann.

En þú fékkst ekki nóg.
Þú fékkst ekki nóg.

credits

from Múgsefjun, released June 1, 2012
Song and lyrics: Hjalti Þorkelsson

tags

license

all rights reserved

about

Múgsefjun Reykjavík, Iceland

"The pace slows and musical horizons are expanded with the arrival of Múgsefjun. Their inverted alt-rock with an accordion twist is truly enchanting. Each chorus is an eruption of emotion, little pockets of brilliance evidenced by their counter-intuitive playing and a willingness to merge styles with impunity." -Francis Jones, BBC ... more

contact / help

Contact Múgsefjun

Streaming and
Download help