We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

M​ú​gsefjun

by Múgsefjun

supported by
bird wizard
bird wizard thumbnail
bird wizard Múgsefjun is one of my favorite bands and definitely the best Icelandic band of all time! Favorite track: Sendlingur og sandlóa.
/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      $9 USD

     

1.
2.
Við vöðum aurinn upp yfir háls og velkjumst þar föst næstu árin og þegar þú tekur til máls þá stráir þú salti í sárin. Ég sveipa mig brigði í þeirri trú að meinlætið gefi mér von eða svo sagðir þú... Svo við bregðum upp blysum og berjum á þér og bætum í mannsæmdartapið. Við brosum í hring þegar hann fer en þrætum um hugsjónagapið. Þeir eru ófáir útvaldir, sjálfgefnir frelsarar alls. Nú óðum styttast dagar og nátttröllin þau fara á stjá. Það þykir ekki flott að lúta höfði svo sjáist lúsalokkana í. Ég ræ-ræ-ræ öllum árum, sæki í ýsu og fæ. Fagur er fiskur og sjá undur og stórmerki á. Taktu þig taki. Ekki má draga allt í svartsýnisgjá. Ræ-ræ-ræ-ræ-ræ, happy og hýr þessi gæ en hann læðist með veggjunum. Í huga hvers manns er fjársyndin kvik. Hún hesthúsar frelsið frá fólum því þeir sem að sækja í pretti og svik í sjálfstæðishugsjónaskjólum eru ráðvaltir, brávilltir brókarhaldi í, flengjast í kerrum um borgir og bý rauðmerktir skapofsanum. Þeirra er sjálfgefið siðferðið, tómlætið, aðferðin, réttlætið bundið í víxil og vökudraum brávilltir flengja sig sjálfir svo hoppa upp á nef sér en gefa því þó engan gaum. Því ættu þeir að synda í ládeyðusjó? Af smásílum eigum við nóg. Gríptu því gæsina strax og hífðu þig upp úr hvurslags skrílsræði og aumingjaskap. Hik er sama og tap. Því skaltu allar flugurnar slá. Sá vinnur sem vogina á. En að endingu við saman sitjum, frosin andlit á gömlum myndum.
3.
Bárujárnið bar ekki meir, undið og úrvinda. Haustsins veðurbrigði bundu á það byrði úr leir. Fætur finna fast eftir bið sem varði um óratíð. Spyrna sér að landi af fleka bundnum bandi og við en eftir situr flekinn og rekur inn á ókunn mið. Á grein hangir lauf, á fjalli fitnar fé, á blómsins blaði situr býflugan. Eitt er það sem merkir þessi pör, lík örlög bíða þeirra því að haustið skilur þau að. Skynseminnar mótvægislóð skella í skálina, hífa upp úr húmi, af skónum þeytist skúmi á gólf. Til ákafans þeir finna sem bara deila fimm af tólf. Sendlingur og sandlóa sem áður voru einmana í samverunni styrktu hjörtun veik. Skeyttu ei um sinn litamun, ungar af tveimur tegundum, sungust á við saltsins undirleik. Í vestri er tendrað bál sem litar bæ og litar ský. Glópurinn gleðst er glóðin gefur grámettuðum hnoðrunum líf. Sólin sekkur í sjó og vagninn sem hana dró skreytir næturhimininn. Í undralandi kannski rætist draumur þessi um farsældarferðalag. Að minn góði vinur besti, laus við alla lesti, færi mér nýjan dag. Að á mér sjái aumur, sköpin sem ég renndi svo stöðvist sá taumur sem bárujárnið skemmdi. Að á mér sjái aumur, sköpin sem ég renndi svo stöðvist sá flaumur sem bárujárnið brenndi. Sendlingur og sandlóa sem áður voru einmana í samverunni styrktu hjörtun veik. Skeyttu ei um sinn litamun, ungar af tveimur tegundum, sungust á við saltsins undirleik. Í vestri er tendrað bál sem litar bæ og litar ský og læsir sig í fjaðrirnar.
4.
Ég veit ekki hvert þorstinn leiðir okkur í nótt. Það þurfti alla vega fimm símtöl og þrjár erindisleysur áður en við gátum fylli okkar sótt. Við bíðum í bílnum og rúnturinn gengur bara í hringi. Stúlkan í lúgunni var sæt svo ég trúði henni fyrir lagi þótt hún syngi ekki með. Bæjarbjarminn nær ekki að lýsa upp á fjall. Við drögum andann dýpra inn og sá sem getur haldið honum lengur inni vinnur veðmál upp á tvöþúsundkall. Í útvarpinu er eitthvað lag sem ég kann ekki að festa á blað en við sungum það til enda og betur þrátt fyrir það. Ég pára með lyklinum í hrímið á glugganum mynd af þér með typpi út úr enninu og einhver spyr mig hvernig nennirðu að sitja og bíða, sitja og bíða, inni í bílnum, inni í bílnum? Sitjum og bíðum, sitjum og bíðum inni í bílnum, inni í bílnum. Tíminn virðist alveg vera steinrunninn þegar við seytlum niður Laugaveginn. Í útvarpinu hljómar lag í takt við rúðuþurrkurnar á meðan rokið spangólar á spreytanaðar skvísurnar sem skakklappast á háum hælum vonstola heim. Enn ein nóttin sem kveður án kossa og sekkur sarpinn í. Þau hurfu þangað árin mörg, sum til heilla, önnur verri, eðlilega, en við veltum okkur ekki upp úr því. Röðin lengist þó ævin styttist. Í frjálsu falli færist jörðin sífellt nær. Tíminn sem þú eyddir tæmdi allan sjóðinn. Er koma skuldadagar er það sama sagan. Færð ekki meira. Færð ekki meira út á reikning, litla barfluga. Færð ekki meira. Færð ekki meira út á reikning, litla barfluga. Tíminn virðist alveg vera steinrunninn þegar við seytlum niður Laugaveginn.
5.
Samtal 00:28
6.
Það er brunaútsala. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Ef einn er með allt niðrum sig stendur annar upp og hlær. Þórðargleði. Þórðargleði. Þórðargleði. Borubrattur, hann lagði grunn að eigin lukku. Hann vann og vann og vann en glotti á meðan hinir sukku. Þórðargleði. Þórðargleði. Þórðargleði. En sá mun hlæja mest sem síðast hlær. Mér láðist víst að lesa hann til hlítar samninginn, stoppa og draga andann inn, sjá í gegnum atlotin í fína letrið sem þú kaffærðir í eyðunum; þú barst við drengskapinn. Luktar dyr sem einhver opnaði en skeytti ekkert um glæfraspil sem okkur ber að harma (eða páskaeggjakarma). Mér er sama hvort eð er. Sultarólin er nú götuð allan hringinn. Hún er svo glötuð að ég hringi inn úr frímínútunni. Við rogumst ennþá um með lóð á fótunum og hamfarahagfræði í hausnum. Og baunin snýr sér við og hneggjar því prinsessan er grátbólgin og klæðalaus. Hún er allslaus. Þórðargleði. Þórðargleði. Þórðargleði. Mér láðist víst að lesa hann til hlítar samninginn, fína letrið sem þú kaffærðir er þú barst við drengskapinn. Skyldi skíteðlið teljast sök skjálfandi stráa við fjallaskriður. Prófastur, heyr vor varnarrök, í vætutíð við grotnum niður.
7.
Þau kortleggja þig, sérhvert hnit, og setja upp í linurit svo við skiljum hvað við virkilega viljum. Við æfum svo stíft, ógagnrýnt, það sem okkur er kennt og sýnt. Þvílík pína þessi sæluhrollavíma. Það fæðist í skugga en lambið veit að það er statt í skjóllausri beit þar sem það bíður þar til súpan upp úr sýður. Svo pakkað í plast fyrir lýð sem örbylgjar sína þjóðhátíð. Hann er svo gljáfægður, vélstæður og sjálfstæður í dag. Færibandið sem að frambar okkur festi sig í sessi fyrir óratíð en við höldum að við heyrum sannleika í þeirri hugarsmíð. Við fleytum kerlingar sem gára ekki en pírum augun er við horfum upp á ferkantaða sólina á meðan næðingurinn bítur okkur í. Og hrollurinn sem fylgir því, hann kastar öllu fyrir bí. Það getur enginn okkur meitt ef við rennum saman í eitt. Hvað annað er títt? Ef menn standa ekki uppgerða plikt og borga sitt er bolmagnið strax slegið af. Í litlu húsi við lítinn vog er lítil týra og skrattinn er að fýra í gljáfægðum kroppafitukamínuofni. Færibandið sem að frambar okkur festi sig í sessi fyrir óratíð en við höldum að við heyrum sannleika í þeirri hugarsmíð. Við fleytum kerlingar sem gára ekki og pírum augun er við horfum upp á ferkantaða sólina á meðan næðingurinn bítur okkur í. Og hrollurinn sem fylgir því, hann kastar öllu fyrir bí. Það getur enginn okkur breytt úr almennum vélmönnum ef við rennum saman í eitt.
8.
Lafði Lukka 04:51
Læðumst eitthvert út. Í skjóli myrkurs við hunsum brottkastið. Felum örlög okkar flöskustút. Eins og hann, höfuð mitt snýst en ég veit það fyrir víst að ást býr ekki í breyskum hjörtum. Svefninn langi var ágætur um stund eftir sætan næturfund en ég vaknaði og vissi ekki hvar ég var staddur í þetta sinn að hefja á ný lífróðurinn og samviskan er níðingur. En við getum unnið bug á því. Ljúfsár draumur hverfur bak við ský og fæst ei ráðinn fyrr en sólin sest á ný. Lafði Lukka leiddu mig yfir þetta svað. Ég myndi gera nánast hvað sem er ef ég nú fengi að eiga þig. Svo stíg nú, sól, af himnasess svo daglegt líf geti sagt bless. Í paradís er flaskan tóm og glasið fullt. Þar heyri ég engan enduróm og mitt gamla flón var horfið burt. En þó að grasið grænna vaxi þeim megin er arfafullur bletturinn þinn ósleginn og undan vaxa blóm. Svefninn langi var ótímabært hjal sem ég að enda gleyma skal þó ætíð man ég djásnið sem hún bar. Sólskrýdd kórónan var sest og þá ég unni henni mest því ástin býr í björtum hjörtum sem brenna út fyrir rest.
9.
Með höfuðið fast uppi í himninum hugðist þú sigrast á heiminum en dagarnir liðu svo fljótt. Með fæturna djúpt ofan í forinni freistar þess að klifra upp úr holunni en dagarnir líða svo fljótt. En þú fékkst ekki nóg. Þú fékkst ekki nóg af því. Þó hugurinn ferðist hraðar en líkaminn á hann til að hefta svo framganginn og dagarnir líða svo fljótt. Svo reyndu eitt sinn enn að feta þína braut án þess að hugsa um of um allt það sem að gæti farið hjá þér úrskeiðis á leiðinni því dagarnir líða svo fljótt. En þú færð aldrei nóg. Þú færð aldrei nóg af því. Sérhvert misfarna skref er samt sem áður hluti af vegferð þinni að lendingu. Taktu þau með, reyndu að gangast við þeim óhikað og stíga svo áfram þína leið en ekki treysta um of á lukkuna og hendingu. Þó fætur þínir festi skít þá þýðir ekki að þá þurfi að þvo. Ef þú gengst við því og trúir heitt á sannleikann, þungur sem blý, sekkur þú í tómleikann. En þú fékkst ekki nóg. Þú fékkst ekki nóg.
10.
Úr djúpinu 01:55
11.
Miðaldra maður klórar sér í kollinum og veltir því fyrir sér hvar veskið hans er niður komið. „Hvar eru peningarnir mínir?“ spyr hann skrækum rómi. Sjálfur gæti ég leyst ráðgátu mannsins því ég veit fullvel hvar veskið er að finna en ég geri það ekki því ellegar væri fé mitt minna. Maður nokkur er sjálfviti og þjáist af spekilekanda. Hans hlutverk er að smala sauðum í gegnum rökhliðin og mata af gögnum sem eru sjálfsprottin. Mitt hlutverk er ekki ósvipað því sjálfur er ég eins konar tímabundinn féhirðir. Þessa sauði þarf að rýja uns þeir vitkast; þá skal flýja. Vér þykjum glæpsamlegir hvítflibbar. Á kreiki eru kúnstugir stjórnmálastubbar, sumir rallhálfir og svo aðrir sem drepa í sér sjálfir. En segið mér eitt, þið meistarar manna sem brosið breitt ofan af þessum mykjuhrauk; hvað er að því að stelast í sinn eigin bauk?
12.
Æ, elskan, réttu mér nú retturnar. Já, ég veit ég reyki allt of mikið en það er bara eitthvað að stuða mig svo mig klæjar og mig verkjar og ég virðist ekki geta setið kyrr. Ég er eins og býflugan. Í reykjaslæðu bregst ég við og teiga hunangið í sykurvímu en ef það veitir hugarró þá get ég aldrei fengið nóg. Því eins og lífið er þá vil ég frekar vera nakinn en allsber. Ég þrífst í mótlæti því hvernig sem að fer veit ég að þú verður ætíð hjá mér og á svoleiðis stundum er lífið svo vænlegt til vímu. Ég vissi ekki að þú værir hjátrúarfull því þú rennir fingrinum í gegnum alla kertaloga sem þú sérð en þú skeytir ekkert um þá engla sem falla af himninum. Það lenti einn við hliðina á Hallgrímskirkjuturni nú um daginn og þeir skófu hann upp. Já, svona fer fyrir öllum þeim sem eru fyrir. Þeir skjálfa í glerbúri við Borgarspítalann og klára síðasta líkkistunaglann. Þá er betra að vera dofinn en fylgjandi látbragði. Þú klórar í malbikið sem hann lagði við þína fætur til þess að sniðganga atvikið sem litað hefur þínar löngu vökunætur. Yfirfullur öskubakkinn gaf þér ekki tóm til þess að friðþægja lastarann sem leyndist inni í síma bak við són. Eins og fluga á auðu blaði læðist hugmyndin og allt það sem var gott og blómstraði er nú horfið aftur inn. Dreggjar þinna þungu daga lita allt þitt líf. Þó einhver segi þér að þaga, kyngja ósómanum og draga á ný. Nú ræðst það allt með þér. Ef þú klórar þig til blóðs þá stendur hann upp og fer. Þó allar leiðir þinna þungu þanka liggi að endingu að barmi skaparans er ekkert gefið að hann hjálpi þér svo náðarhöggið sundrist fyrir framan þig og leysist upp í reyk. Eitt er að lifa, annað að bíða þar til ellin kemur föl og bleik.
13.
Úti er hríð. Þangað hættir enginn sér en ég klæði hana af mér. Böl og krepputal munu blossa upp á ný en ég klóra mig úr því. Ég klóra mig úr því. Ég held barasta að við eigum eftir að koma ágætlega undan þessum vetri.

credits

released June 1, 2012

Recorded by Björn Heiðar Jónsson
Mixed and mastered by Axel Árnason

Additional performers:
Alexandra Kjeld - Violin in 'Við vöðum aurinn' and 'Ferköntuð sólin'
Atli Freyr Steinþórsson - Voice in 'Þá skal flýja'
Sigurður Darri Rafnsson - Trombone in 'Við vöðum aurinn'
Þorbjörn Sigurðsson - Synthesizers in 'Ferköntuð sólin'
Þórður Örn Björnsson, Þórður Eyþórsson, Þórður Sigurðarson and Þórður Helgi Þórðarson - Laughter in 'Þórðargleði'

license

all rights reserved

tags

about

Múgsefjun Reykjavík, Iceland

"The pace slows and musical horizons are expanded with the arrival of Múgsefjun. Their inverted alt-rock with an accordion twist is truly enchanting. Each chorus is an eruption of emotion, little pockets of brilliance evidenced by their counter-intuitive playing and a willingness to merge styles with impunity." -Francis Jones, BBC ... more

contact / help

Contact Múgsefjun

Streaming and
Download help

Report this album or account

If you like Múgsefjun, you may also like: